Færsluflokkur: Bloggar

Frímann fer úr "fylkingunni"

Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, hefur nú ákveðið að fara úr Samfylkingunni. Þar sem mikið óstuð hefur verið í Samfylkingunni að undanförnu hefur Jakob ákveðið að leita á önnur mið þar sem er meira stuð og þar sem umhverfismálum er gert hærra undir höfði.  Hann ætlar að ganga til liðs við Grænaherinn og Framtíðarlandi því þar er miklu meira stuð.

Nú er Hersir auðvitað að slá á létta strengi... í þessari litlu færslu sinni en ætli þetta sé ekki svolítið lýsandi fyrir ástandið í Samfylkingunni þessa dagana? Stöðugleiki, traust og áreyðanleiki eru allavega ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður reynir að lýsa Samfylkingunni...


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blygðunarsemi vinstrihneigðarinnar


Það fer varla framhjá fólki að þeir sem eru hægrisinnaðir eru lítt hrifnir af skoðunum „andstæðinga“ sinna hinu megin á ásnum og finnst það ekki vera jákvætt að vera vinstrisinnaður. Hvað með vinstrimennina sjálfa?

 

Í spjallþætti Egils Helgasonar, Silfri Egils, um helgina kom margt merkilegt fram. Forsetinn setti fram freudískar kenningar um ráðuneytin væru deildir í forsetaembættinu og talsvert hefur verið fjallað um það í fjölmiðlum. En fyrr í þættinum ræddur þeir Árni Gunnarsson, Sigurður G. Tómasson, Dagur B. Eggertsson og Guðlaugur Þór Þórðarson um ýmis mál.

 

Í umræðu þeirra um meinta misskiptingu og ójöfnuð á Íslandi, sem var athyglisverð að mörgu leyti,  þvertók Sigurður G. Tómasson fyrir það að Stefán Ólafsson, helsti kenningasmiður Samfylkingarinnar, sé vinstrisinnaður. Árni Gunnarsson tók í sama streng.

 

Þeim sem hafa setið kennslustundir Stefáns Ólafssonar eða lesið skrif hans dylst það síður en svo hvaða stjórnmálaskoðanir hann hefur. Hann er vinstrisinnaður. Maður þarf ekki annað en að þekkja grunnatriði um vinstri-hægri ás stjórnmálanna til þess að sjá það. Hann er ekki eini fræðimaðurinn við Háskóla Íslands sem lætur stjórnmálaskoðanir sínar í ljós. Það er ekkert launungarmál að Hannes Hólmsteinn Gissurarson er hægrisinnaður enda eru fáir sem halda öðru fram.

 

Pistlahöfundi var þetta sérlega hugleikið eftir að hafa lesið pistil Einars Arnar hér á Deiglunni, Kosningavorið 2007: Hendið orðabókunum, sem birtur var síðasta laugardag. Þar skýrði hann það vel út að hugtak eins og sósíalisti er ef til vill jákvætt í hugum einhvers, eins skrítið og það hljómar, en neikvætt í hugum annarra.

 

Eftir að hafa síðan hlustað á þá félaga þvertaka fyrir það að Stefán Ólafsson væri vinstrisinnaður fóru því að renna á mig tvær grímur. Ætli jafnvel vinstrimönnunum sjálfum finnist hugtakið vinstrisinnaður vera svo neikvætt að þeir vilji ekki láta kalla sig vinstrisinnaða? Er það orðið svona skammarlegt að vera vinstrisinnaður?

 

Það fer varla framhjá fólki að þeir sem eru hægrisinnaðir eru lítt hrifnir af skoðunum „andstæðinga“ sinna hinu megin á ásnum og finnst það ekki vera jákvætt að vera vinstrisinnaður. Nú eru vinstrimennirnir líka komir á þessa skoðun, ég segi nú ekki annað en velkomnir í hópinn.

 

Hlutleysi fræðimann spilar líklega stóra rullu í þessu máli en athyglivert er að velta því fyrir sér hvort það að vera vinstrisinnaður sé orðið svo gildishlaðið að jafnvel vinstrimönnunum finnist það vera neikvætt að vera vinstrisinnaður.

 

Líklegasta skýringin á afneitun Sigurðar G. Tómassonar á vinstrihneigð Stefáns Ólafssonar er þó sú, að Sigurður, sem í riti og ræðu hefur sýnt að hann er sömu hneigðar, gerir sér grein fyrir því, að málflutningur Stefáns um ójöfnuð og fátækt hefur minna gildi þegar það liggur fyrir að hann gengur erinda vinstrimanna, og þá sérstaklega Samfylkingarinnar. Þess vegna er kapp lagt á að afmá þessi tengsl og draga upp þá mynd af Stefáni að hann sé hlutlaus fræðimaður í umræðunni. Sú tilraun hefur þegar mistekist.

 Kristín Hrefna, formaður Hersis

Þessi grein birtist fyrst á deiglan.com 

 


Ágæti þingheimur

Þetta eru fyrstu skrif Hersis fus í Árnessýslu á netinu og þetta er því gleðistund.

Hér munu ungir eldhugar tjá skoðanir sínar á hinum ýmsu málefnum sem varða stjórnmál, samfélagið okkar og mannlífið allt. 

Hér verður skrifað undir nafni og aðgang að síðunni hafa stjórnarmenn í Hersi.

Aðsendar greinar eru kærkomnar og berist þær á sjallixd@gmail.com.

 

Bestu kveðjur

Ritstjórn 

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband