Frímann fer úr "fylkingunni"

Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, hefur nú ákveðið að fara úr Samfylkingunni. Þar sem mikið óstuð hefur verið í Samfylkingunni að undanförnu hefur Jakob ákveðið að leita á önnur mið þar sem er meira stuð og þar sem umhverfismálum er gert hærra undir höfði.  Hann ætlar að ganga til liðs við Grænaherinn og Framtíðarlandi því þar er miklu meira stuð.

Nú er Hersir auðvitað að slá á létta strengi... í þessari litlu færslu sinni en ætli þetta sé ekki svolítið lýsandi fyrir ástandið í Samfylkingunni þessa dagana? Stöðugleiki, traust og áreyðanleiki eru allavega ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður reynir að lýsa Samfylkingunni...


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband